22
maí

Varanleg förðun – Medical Tattoo – Microblade

Varanleg förðun

er tattoo þar sem litur er settur í efstu lög húðar til að skerpa línur augna. Augnabrúnir og varalínu með þar til gerðri vél. Endalaust er hægt að blanda litaafbrigði sem henta hverri manneskju fyrir sig.

Medical Tattoo
er heitið á því að setja lit i húðina sama hvar á líkamanum. Oft vegna sjúkdóma t.d. vörtubauga vegna krabbameinsmeðferðar. Vitilago, Eftir bruna, Ör eftir slys eða aðgerðir. Allstaðar þar sem vantar lit.

Microblade
er líka tattoo nema það er framkvæmt með handverkfæri. Noraðir eru listi sem eru lífrænir og án allra málma og endast ekki eins lengi. En hægt er að ná mjög fínum línum sem líkjast alvöru hárum sem mest.

Hvernig er þetta gert?
Í samræmi er lögun brúnanna / augnlínu/ vara ásamt því að mæla beinabyggingu og náttúrulega lögun hjá þér eftir smekk. Endalaust er hægt að blanda litaafbrigðum sem henta hverri manneskju fyrir sig. Hægt er að velja um mismuandi þykkt varalínu og liti. Jafnvel eru varir heillitaðar í fleiri en einum tóni. Allt eftir óskum.

Er þetta sárt?
Deyfikerm hafa verið hönnuð sérstaklega fyrir varanlega förðun. Deyfikrem er borði á svæðið áður en og meðan meðferð í allt að 30 mín. Sumir lýsa tilfinningunni sem þeirri sem kemur þegar brúnir eru plokkaðar.

Hvernig mun ég líta út strax á eftir?
Þú munt fara í gegnum 3 gróandastig. Þ.e. gróandi (hrúður), flögnun og dofnun lita. Liturinn sem valinn er verður mjög dökkur fyrstu 5-7 dagana en mun svo lýsast um ca 40% þegar hrúðrið sem dettur af. Minniháttar roði sést hjá sumum en ekki öllum, fer eftir húðgerð. Allir viðskiptavinir fá góðar upplýsingar um meðhöndlun heima, eftir meðferð varðandi hreinlæti, áburð ofl.

Hversu lengi mun þetta endast?
Varanleg förðun / medical tattoo er í 3-4 ár en dofnar með tímanum. Microblade dofnar og jafnvel hverfur á 1-2 árum. Til að sjá til þess að förðunin haldist falleg þarf að fríska uppá hana á 1 – 2 ára fresti. Því dekkri sem litirnir eru t.d. svartur, því lengur endist hann. Ljósari litir eru viðkvæmari og veikjast fyrir áhrifum sólar, sunds og endurnýjun húðar og endist þar með styttra í húðinni. Mikilvægt er að nota vörn í sundi og sól til að það endist lengur.

Sjúkdómar.
Mikilvægt er að vera í samráði við lækni ef viðkomandi er með undirliggjandi sjúkdóma og með lyf eins og t.d. blóðaukandi lyf.

Má ég nota farða starx eftir meðferð?
Þú mátt ekki setja förðunarvörur afan á varanlegu förðunina í ca. 7 daga eftir meðferð. Það er mjög mikilvægt að halda svæðinu hreinu fyrst á eftir.

Er þetta öruggt?
Já, við fylgjum ströngum hreinlætis og öryggisstöðlum með því að nota einnota nálar, hanska, ílát og búnað. Einnig eru notaðir ofnæmisprófaðir litir sem innihalda engin lyktarefni eða önnur ertandi efni við meðferðina.

Hvað með verðið?
Mikilvægt er að meðferðin sé framkvæmd rétt í fyrst skipti. Það getur verið meiriháttar mál að fjarlægja og kostnaður við að fjarlægja tattoo. Mikilvægt er að velja réttan sérfræðing sem hefur leyfi, þekkingu og hæfileika. Það kemur eftir fjárfestngu í námi, námskeiðum og með reynslu. Og besta búnaðinn. Spurðu um að sjá fyrir og eftir myndir og skírteini. Líkt og með aðra þjónustu, þá færðu það sem þú borgar fyrir.

ATH
Diana V.A. (diva brúnir) er með leyfi frá Landlækni og heilbrigðiseftirlitinu til að framkvæma medical tattoo, varanlega förðun og microblade. Einnig viðurkenndur meðferðaraðili hjá sjúkratryggingum Íslands og gegn framvísun reiknings fæst endurgreiðsla fyrir meðferðaraðila í krabbameinsmeðferð.