06
apr

Húðfyllinga meðferðir. Ísprautun með hýalúrónik sýru.

Fyllingarefni eru sprautuð í húð til að draga úr línum, fellingum eða hrukkum  en einnig t.a gefa aukið rúmmál í t.d varir.  Aðferðin er viðurkennd og auðveld að framkvæma sé rétt staðið að.

Fyllingarefnið sem er notað er lífræn hýalúronik sýra.  Hýalúrónik sýra finnst í húð okkar allra en hennar hlutverk er binda vökva og þannig viðhalda eðlilegu vökvarúmmáli í húðinni og gefa henni lögun.  Með aldrinum dregur úr magni hennar í húðinni sem útskýrir óumflýjanlega hrukkumyndum með aldrinum.

Efnið í sprautunum er í gelformi sem hindrar að líkaminn brjóti hýalúrónik sýruna of fljótt niður.

Hjá Heilsu og Fegurð eru nú í boði eftirfarandi meðferðir með ísprautun hýalúrónik sýru:

 

 1. Auka rúmmál vara.

 

 1. Skerpa útlínur vara.

 

 1. Fylla í og draga þannig úr djúpum hrukkum (nasolabial folds) sem ganga frá nasavængjum niður að munnvikum.

 

 1. Fylla í og draga úr hrukkum sem myndast hafa neðan frá munnvikum (marionette lines).

Allar ofantaldar meðferðir eru veittar af lækni sem hefur aflað sér tilskylda menntun og leyfi hjá Landlæknisembættinu t.a veita slíkar meðferðir hjá Heilsu og Fegurð.

Gera má ráð fyrir 45 mínútum í fyrsta tíma.

Verðlisti (miðað er við eina sprautu):

 

 1. Fyllling í varir/skerping útlína: 50 000Kr

 

 1. Fylling í fellingu frá nefi að munni (nasolabial) : 40 000Kr

 

 1. Fylling í hrukkusvæði neðan við munn (marionette): 40 000Kr

 

 1. Saman 2 + 3: 68 000

 

 1. Saman 1 + 2 + 3 : 100 000

Hversu lengi virkar meðferðin?

Yfirleitt virkar meðferðin í 6-12 mánuði en það fer eftir meðferðinni.

Geta allir fengið þessa meðferð?

Því miður mæla eftirfarandi atriði gegn gelísprautun:

 1. Þungun
 2. Saga um alvarlegt ofnæmi
 3. Konur með barn á brjósti
 4. Nýleg ísetning annarra fyllingarefna í húð
 5. Lyfjameðferð með sterum eða ónæmisbælandi lyfjum
 6. Ef til staðar er sýking í húð þar sem sprauta á fyllingarefni
 7. Lyfjameðferð með blóðþynningarlyfjum

Helstu aukaverkanir:

 1. Tímabundinn roði á ísprautunarsvæði
 2. Bólga á stungusvæði og eymsli þar í húð
 3. Mar.

Flestar aukaverkanir eru sjaldgæfar og tímabundar.  Þær eru flestar vægar og ganga yfir á innan við 7 dögum.

Frekari upplýsingar eru veittar hjá meðferðaraðila á Heilsu og Fegurð.