fbpx

LCN Naglaskólinn

LCN Naglaskólinn er starfandi allt árið. Nemendur geta komið þegar þeim hentar, alla virka daga.

Kennd er ásetning á bæði fingur og tær ásamt lagfæringum, styrkingum ofl.
Námið þarf að klára á einu ári. Námið er einstaklingsmiðað eftir þörfum hvers og eins. Það er sama verð fyrir alla, 298.000 kr. Innifalið í því eru vörur að verðmæti 80.697 kr. og naglaljós með 4x9W perum.

Nemandinn fer í próf þegar hann telur sig tilbúinn til þess og í samráði við kennarann. Að prófi loknu útskrifast hann sem naglafræðingur og fær alþjóðlegt diplóma, viðurkennt af LCN í Þýskalandi. Naglafræðingar geta opnað sína eigin stofu, unnið á öðrum stofum ofl.

LCN býður upp á marga möguleika vegna fjölbreytileika efnisins. Til eru margar tegundir af gelum og margir litir. Alltaf er hægt að finna efni sem hentar hverjum og einum því LCN hentar öllum.

LCN gelin innihalda engin skaðleg efni og skemma ekki náttúrulegu nöglina.

Í kennslunni felst eftirfarandi:

Naglaásetning – tærar neglur
Naglaásetning – french manicure neglur
Naglastyrking – tærar neglur
Naglastyrking – french manicure neglur
Naglalagfæring – tærar neglur
Naglalagfæring – french manicure neglur
Naglalenging – steyptar neglur
Naglaskreyting
Naglalökkun og french manicure lökkun
French manicure og skreytingar á tær.

Þess má geta að sum stéttafélög styrkja þetta nám og vert að athuga það ef viðkomandi er í stéttafélagi.

LCN naglaskólinn

Vita meira um skólann

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband!

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0