Microblade tattoo

Katrín Sylvía er PhiBrows Artist frá PhiAcademy sem er eitt virtasta fyrirtækið í microblade tækni í tattoo augabrúnum.

Microblade tattoo er varanleg förðun á augabrúnir og er gömul japönsk tækni sem hefur verið notuð í marga áratugi. Notað er handtól með örfínum nálum til að gera mjóar línur sem líkjast má hári og farið er grynnra í húðina en venjulegt tattoo. Farið er milli háranna til að þykkja og móta augabrúnina. Ef lítið er af hárum fyrir þá eru gerðar fleiri línur til að byggja upp augabrúnina og gera hana sem náttúrulegasta.

Er microblade tattoo fyrir alla?
Já. Meðferðin er fyrir bæði kynin, konur og karla, og þarf að vera orðin 18 ára. Hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem hefur lítið af hárum í augabrúnunum, eða engin hár. Einnig hentug þeim sem vilja fá mótun á augabrúnirnar, stunda mikið af íþróttum, sjá illa eða vilja spara sér 10-15 mínútur á dag að teikna þær upp. Ef þú ert með feita húð á meðferðasvæðinu þá er mælt með að nota tattoo vél frekar en microblade tækni til að gera augabrúnir.

Hvernig fer meðferðin fram?

 • Þegar þú kemur fyllir þú út spurningalista um heilsu þína.
 • Teknar myndir, teikna upp og móta augabrúnirnar í samráði við þig.
 • Meðferð hefst, þú ert ekki deyfð/ur í fyrstu lotu og finnur lítið sem ekkert til.
 • Eftir fyrstu umferðina þá ertu deyfð/ur og finnur ekkert til eftir það.
 • Að meðferð lokinni færðu upplýsingar um eftirmeðferð og krem með þér heim.
 • Eftir 4-6 vikur kemur þú aftur í lagfæringu.

Afherju þarf að koma tvisvar fyrst?
Ef þú ert að koma í fyrsta skiptið í microblade tattoo þá þarftu að koma tvisvar með stuttu millibili 4-6 vikum seinna og er endurkoman innifalin (oftast kölluð sem leiðrétting). Microblade tattoo verður ekki fullkomið fyrr en eftir endurkomuna. Taka skal fram að liturinn verður mjög dökkur fyrstu dagana, sem gerist þegar líkamsvessi, blóð og tattoo litur oxast við súrefnið og harðnar. Oftast myndast hrúður sem ekki má kroppa af, við viljum að það flagni af sjálfu sér. Í gróandaferlinu lýsist tattooið um 30-40% þar sem farið er mjög grunnt í efsta lag húðar. Sjá mynd hvernig margir upplifa ferlið.

Hvað dugir microblade tattoo lengi?
Mælt er með að koma aftur 12 til 18 mánuðum seinna til að skerpa á litnum og viðhalda tattooinu fersku og fallegu.

Þarf ég að gera eitthvað áður en ég kem?

 • Mælt með að plokka/vaxa brúnir lágmark 3 dögum áður.
 • Best að hafa hárin í sínum náttúrlega lit nema þú viljir hafa þær dökkar.
 • Koma óförðuð og með hreint hár.

 

Afhverju deyfir þú ekki áður?
Ímyndaðu þér að þú sért með tvö pappírsblöð fyrir framan þig, annað er þurrt en hitt er blautt. Þú tekur penna og teiknar línu á bæði blöðin, línan á þurra blaðinu er hrein og falleg mjó lína en á blauta blaðinu verður línan blörruð og breið. Þess vegna veljum við PhilBrows Artistar að gera tattoo alltaf á þurri húð. Þetta er ekki vont og margir lýsa þessu sem klóri, kattarklóri kannski. Flestir kvarta frekar undan hljóðinu sem kemur þegar verið er að rispa upp húðina.
Þegar verið er að gera microblade tattoo er farið 2-3 umferðir yfir augabrúnirnar til að ná að setja litinn vel inní húðina. Eftir að búið er að fara fyrstu umferðina þá ertu deyfð/ur fyrir umferð tvö. Eftir það finnur þú ekkert til og margir eiga það til að sofna sem ég leyfi samt ekki.

Hvað tekur meðferðin langan tíma?
Í fyrstu komu gef ég mér 3 klst með allt. Viðtal, myndataka, teikning brúnir, meðferð, aftur myndataka, upplýsingar um heimameðferð og greiðsla.

Endurkoma 4-6 vikum seinna er 1½ klst, fer eftir hversu mikið af lit er í húðinni. Vil alltaf gefa mér góðan tíma í tattoo meðferð.

Hver er eftirmeðferðin?

 • Þú færð nákvæmlegar leiðbeiningar um heimameðferð og krem frá PhiAcademy.
 • Ekki má fara í ljós, sólbað, sund, heitan pott, gufu, bað eða ræktina fyrstu 10-15 dagana. Það má fara í sturtu en passa að bleyta ekki tattoo-ið.
 • Ekki koma við tattoo-ið hreinlæti er mikilvægt, þvo hendur og spritta vel.

Hvaða tattoo litir eru notaðir?
Eingöngu eru notaðir litir frá PhiBrows sem eru náttúrulegir og án allra skaðlegra efna. Litirnir halda sér en dofna með tímanum og hversu fljótt fer eftir húðgerð, frumubreytingum, meðferð á húð ef þú notar ýmis krem og sýrur, ert mikið í sól, útveru, sundi og æfir mikið.

Ef það eru aðrar spurningar ekki hika við að senda mér póst eða spyrja mig þegar þú kemur í microblade tattoo meðferð.

Microblade tattoo
Microblade tattoo
Microblade tattoo
Microblade tattoo
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband!

0