Meðferðir
GUINOT andlitsmeðferðir
Lift Summum andlitsmeðferð
Lyftandi og þéttandi
Meðferðin er samblanda af einstaklega virkum innihaldsefnum sem auka stinnleika og þéttleika húðar ásamt sérstöku nuddi.
Árangur: Eftir 50 mínútur er húðin á andliti, háls og bringu stinnari og þéttari.
Age Summum andlitsmeðferð
Einstök meðferð gegn aldurseinkennum
Í Age Summum meðferðinni er unnið með einstaklega virk efni og sérhannaðar nuddhreyfingar sem skila sjáanlegum árangri á aðeins 50 mín.
Árangur: Í lok meðferðar hefur dregið sjáanlega úr aldurseinkennum, hrukkum og brúnum blettum. Húðin fær aukinn ljóma, verður unglegri og stinnari.
Hydra Peeling andlitsmeðferð með sýru
AH - BH - PH Sýrur eða Hydrabrasion
- Hydra Peeling - Hydra PH er fyrir allar húðgerðir (unnið með AH, BH & PH sýrur).
- Hydra Peeling - Hydrabrasion er fyrir viðkvæma húð (unnið með sellulósa og ensím).
Hydra Peeling meðferðin: Dregur úr aldurseinkennum, fínum línum og hrukkum. Eykur ljóma, áferðarfallegra og sléttara yfirborð húðar. Dregur úr brúnum blettum, vinnur á litabreytingum. Eykur endurnýjun húðar. Árangur: Húðin verður áferðarfallegri, ljómi húðar eykst, húðin verður mjúk og endurnærð.
Hydradermie andlitsmeðferð
Einstaklingsmiðuð eftir húðgerð
Einstök djúpvirkandi tækni með háþróað Hydradermie meðferðartæki.
Andlitsmeðferð sem endurnýjar húðina með því að endurheimta frumuorku unglegri húðar.
Meðferðarsvæði eru: andlit, augu, háls og bringa. Sérvalin Hydradermie innihaldsefni vinna í húðinni í 24 tíma að lokinni meðferð.
Árangur: Rakamettar og nærir dýpri húðlög. Róar viðkvæma og erta húð. Hreinsandi fyrir feita húð. Dregur úr brúnum blettum. Húðin fær fallegri áferð, aukin ljóma og heilbrigði.
Hydradermie Lift andlitsmeðferð
Andlitslyfting án skurðaðgerðar
Einstök tækni, tvíþætt virkni meðferðar, sogæðaörvun og vöðvaþjálfun á andliti með Hydradermie meðferðartæki.
Hydradermie Lift mótar og stinnir andlitsvöðvana. Á aðeins nokkrum mínútum verður húðin stinnari, sléttari og frísklegri.
Leyndarmál meðferðar
Eftir fyrstu meðferð muntu sjá sýnilegan árangur. Hrukkur á yfirborði og fínar línur hafa minnkað. Þetta er vöðvaþjálfun fyrir andlitið ("body building"). Fyrir góðan árangur er mælt með 6 til 10 skiptum.
Age Logic augnmeðferð
"Lyftir" augnsvæði
Árangur: Augnsvæðið hefur fengið lyftingu, dregið hefur úr fínum línum, þrota og baugum. Meðferðin styrkir augnsvæðið og endurnýjar frumustarfsemi húðar.