Um okkur
Heilsa & fegurð er snyrti- og fótaaðgerðastofa á frábærum stað í Kópavogi. Hjá okkur starfa snyrtifræðingar með sveins- og meistararéttindi auk fótaaðgerðafræðinga með starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Við leggjum mikið upp úr fagmennsku og persónulegri þjónustu. Heilsa & fegurð er vottuð af heilbrigðiseftirliti.
Við erum stoltar af því að vera GUINOT stofa og bjóðum við upp á þeirra frábæru andlitsmeðferðir auk vörulínu. Vörulína GUINOT er fjölbreytt og ættu því öll að geta fundið vörur sem henta óháð húðgerð.